Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Föndur alla föstudaga í sumar á milli klukkan 10 og 12 fyrir 5-15 ára krakka

13.06.2018
Föndur alla föstudaga í sumar á milli klukkan 10 og 12 fyrir 5-15 ára krakka

Föstudaginn 22.júní leiðir Ilva límmiðasmiðju fyrir krakka

Ilva Krama listakona leiðir límmiða-mandalasmiðju fyrir krakka á aldrinum 5-15 ára í bókasafninu á Garðatorgi föstudaginn 22. júní á milli klukkan 10 og 12. Það verður eitthvað í boði alla föstudaga í sumar. Allir krakkar velkomnir til okkar. Mamma, pabbi, frænka, frændi, afi, amma og vinir velkomnir með. Lestrarhestur vikunnar í sumarlestri er dreginn klukkan 12.

 

Föstudaginn 29.júní. Fánar heimsins. Fánaföndur milli klukkan 10 og 12 í Barna- og ungmennadeild

Skoðum og teiknum fána. Hvaða fótboltamenn koma frá hvaða landi? Bókasafnið opnar að venju klukkan 9 og föndrum saman fána á milli klukkan 10 og 12. Það verður eitthvað í boði alla föstudaga í sumar. Allir krakkar velkomnir til okkar. Mamma, pabbi, frænka, frændi, afi, amma og vinir velkomnir með. Lestrarhestur vikunnar í sumarlestri er dreginn klukkan 12.
Til baka
English
Hafðu samband