Lestrarhestur vikunnar var dreginn 15.júní
18.06.2018
Fyrsti lestrarhestur sumarsins var dreginn út 15.júní og heitir sú heppna Áshildur Jökla Ragnarsdóttir.Áshildur Jökla, 9 ára nemandi í Álftanesskóla, er búin að lesa margar bækur frá því sumarlestrarátak bókasafnsins hófst og skilað mörgum umsagnarmiðum í lukkukassann. Hún var dregin út sem lestrarhestur vikunnar 15.júní og fær hún bókina Ísland á HM í verðlaun. Áshildur segist ætla að vera dugleg að lesa í sumar. Hún var að lesa Doktor Proktor eftir Jo Nesbö og fannst hún skemmtileg. Áshildur er okkur ekki ókunn því hún hefur tvisvar áður verið lestrarhestur vikunnar á Bókasafni Garðabæjar því mikill lestrarhestur hér á ferð.
Hátt í 200 börn hafa nú skráð sig í sumarlestrarátakið og er því greinilegt að börnin í Garðabæ ætla sko að standa sig í lestrinum í sumar. Hægt er að taka þátt hvenær sem er meðan átakið stendur yfir, bæði í safninu Garðatorgi og í Álftanessafni. Setjum okkur lestrarmarkmið og stöndum við þau! Höldum okkur í æfingu, verðum meistarar! Húh! LESUM SAMAN Í SUMAR.