Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarhestur vikunnar var dreginn 22.júní

25.06.2018
Lestrarhestur vikunnar var dreginn 22.júníLestrarhestur vikunnar 15. – 22.júní er Guðni Benedikt Helgason og fékk í verðlaun bókina Ísland á HM eftir Gunnar Helgason. Guðni er 7 ára nemandi í Hofsstaðaskóla og finnst mjög gaman að lesa. Bækurnar um Kaftein Ofurbrók eru í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Guðni las nokkrar bækur þessa vikuna, t.d. bókina Tóta og Tumi eftir Arnheiði Borg og Rannveigu Löve. Bókin fjallar um tvíburana Tótu og Tuma sem þurfa að passa litlu systur sína og fannst Guðna hún vera fyndin og skemmtileg. Guðni ætlar að vera duglegur að taka þátt í sumarlestrinum í sumar og skila mörgum umsagnarmiðum í lukkukassann. Við óskum honum innilega til hamingju!
Til baka
English
Hafðu samband