Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Uppskera sumarlesturs laugardaginn 1.sept. Stjörnu-Sævar kemur í heimsókn klukkan 12

24.08.2018
Uppskera sumarlesturs laugardaginn 1.sept. Stjörnu-Sævar kemur í heimsókn klukkan 12Sævar Helgi fræðir okkur um stjörnuhimininn yfir Íslandi og fleira klukkan 12 laugardaginn 1.september á uppskeruhátíð sumarlestrar. Dregnir verða nokkrir lukkumiðaeigendur úr lukkumiðapotti sumarsins og fá bókina Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna. Allir þátttakendur sumarlesturs sem mæta fá glaðning. Sævar Helgi hefur skrifað bækurnar Geimverur: leitin að lífi í geimnum, Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna og var samhöfundur Vilhelms Antons Jónssonar með bókina Vísindabók Villa: Geimurinn og geimferðir. Sævar Helgi er með B.Sc. – gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands og ritstjóri Stjörnufræðivefsins og geimurinn.is. Hann er kennari í Háskóla unga fólksins, Háskólalestinni og Vísindasmiðju Háskóla Íslands, starfar við dagskrárgerð hjá KrakkaRÚV og kennir í framhaldsskólum.
Til baka
English
Hafðu samband