Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lilja Hallgrímsdóttir er listamaður októbermánaðar og verður með móttöku fimmtudaginn 4.október kl. 16-18

28.09.2018
Lilja Hallgrímsdóttir er listamaður októbermánaðar og verður með móttöku fimmtudaginn 4.október kl. 16-18

Listamaður októbermánaðar í Bókasafni Garðabæjar er Lilja Guðrún Hallgrímsdóttir.

Listamaður októbermánaðar í samstarfi Bókasafns Garðabæjar og Grósku er Lilja Guðrún Hallgrímsdóttir.

Fimmtudaginn 4.október kl.16-18 tekur Lilja á móti gestum

Fimmtudaginn 4.október kl.16-18 tekur Lilja á móti gestum í bókasafninu Garðatorgi 7 og eru allir velkomnir.

Lilja er fædd í Reykjavík 1937. Hún lagði stund á ballett frá unga aldri, dansaði í Þjóðleikhúsinu og víðar. Kenndi ballett í einkaskóla, kenndi og samdi dans og hreyfingar í Leiklistarskóla LR og fyrir sýningar LR í mörg ár. Lilja skrifaði gagnrýni um danssýningar fyrir Mbl. Vísi og DV. Lilja var í bæjarstjórn Garðabæjar 1982-1990 var m.a. forseti bæjarstjórnar og síðan formaður menningarmálanefndar Garðabæjar til ársins 2002. Lilja lauk BA gráðu í guðfræði og djáknanámi frá HÍ, er vígður djákni og starfaði sem slíkur í Keflavíkurkirkju og í Fella-og Hólakirkju.
Við starfslok 2005 byrjaði Lilja að mála. Hefur verið á námskeiðum hjá Félagsstarfi eldri borgara í Garðabæ í alls konar listsköpun m.a. í málun hjá kennurunum: Ester Jónsdóttur, Álfheiði Ólafsdóttur og Sóllrúnu Guðbjörnsdóttur. Var í teiknun 1 og teiknun 2 í Myndlistaskólanum í Reykjavík hjá Eyglóu Harðardóttur og Katrínu Briem og í málun þar hjá Sigtryggi B. Baldvinssyni 2009-2011. Í málun í Myndlistarskóla Kópavogs hjá Bjarna Sigurbjörnssyni frá 2011 og hefur einnig verið hjá Bjarna í Master - Class.
Lilja hefur haldið tvær einkasýningar í Garðabæ og Hafnarfirði og tekið þátt í fjölda samsýninga í Garðabæ, Kópavogi og Reykjavík. Hún er meðlimur í Grósku, félagi myndlistamanna í Garðabæ og í Félagi frístundamálara.
Sýning Lilju stendur út októbermánuð og eru allir velkomnir að skoða hana
á Garðatorgi 7.

Til baka
English
Hafðu samband