Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Spilavinir og skiptibókamarkaður í forvarnaviku Garðabæjar

02.10.2018
Spilavinir og skiptibókamarkaður í forvarnaviku Garðabæjar

Spilavinir í bókasafninu Garðatorgi 7 á milli klukkan 12 og 14- leikir út á bókasafnstorginu og allir velkomnir

Starfsfólk Spilavina mætir með spil og leiki í tilefni af forvarnarvikunni. Spilað með Spilavinum í Bókasafni Garðabæjar Garðatorgi 7, laugardaginn 6.október kl.12-14. Spilavinir mæta með fullt af alls konar spilum fyrir alla fjölskylduna og kenna og leiðbeina eftir þörfum. Einnig munum við fara í sippó, snúsnú og parís. Verið velkomin í skemmtilega fjölskyldustund. Samvera er forvörn.

Skiptibókamarkaður fyrir barnabækur í tilefni af forvarnavikunni - hefst klukkan 16, 3.október

Komið með eigin bækur og fáið aðrar í staðinn. Skiptibókamarkaður fyrir barnabækur verður í Bókasafni Garðabæjar Garðatorgi 7, í forvarnavikunni 3. til 10.október. Markaðurinn hefst miðvikudaginn 3.október klukkan 16. Börnin koma með bækur að heiman sem þau vilja setja á markaðinn og geta þá valið sér aðrar bækur í staðinn. Upplagt tækifæri til að skipta út bókunum sínum og verða sér út um nýtt spennandi lesefni til að taka með heim. Verið velkomin.
Til baka
English
Hafðu samband