Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ljósin tendruð - leiksýningin Sigga og skessan í jólaskapi á bókasafninu Garðatorgi kl. 14:30. Bókasafnið opið til kl. 16

29.11.2018
Ljósin tendruð - leiksýningin Sigga og skessan í jólaskapi á bókasafninu Garðatorgi kl. 14:30. Bókasafnið opið til kl. 16

Sigga og skessan í jólaskapi

Athugið að bókasafnið er opið til kl. 16 þennan dag í stað kl. 15.

Leiksýning fyrir 2-9 ára börn. Sigga og skessan í jólaskapi byggir á sögum Herdísar Egilsdóttur. Það eru að koma jól og allir að komast í sannkallað jólaskap. Skessan er heima í hellinum með Siggu að skreyta þegar þær frétta að veðrið er að breytast og snjónum kyngir niður. Allt er að verða ófært og það sem meira er að jólapósturinn kemst ekki áleiðis með jólakortin og jólagjafirnar til fólksins. Nú eru góð ráð dýr en með hjálp frá hvor annarri arka þær vinkonur af stað með jólaskapið eitt að vopni. Saman lenda þær svo í mörgum skondnum uppákomum og hjálpa til við að koma jólapóstinum á leiðarenda. Höfundur: Herdís Egilsdóttir. Leikgerð og leikstjórn: Stoppleikhópurinn. Leikarar: Eggert Kaaber og Katrín Þorkelsdóttir. Brúðugerð: Katrín Þorvaldsdóttir. Sýningartími: 30 mínútur.

 

Til baka
English
Hafðu samband