Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldraspjall - ungbarnanudd með Dagnýju Erlu Vilbergsdóttur fimmtudaginn 17.janúar kl. 10

14.01.2019
Foreldraspjall - ungbarnanudd með Dagnýju Erlu Vilbergsdóttur fimmtudaginn 17.janúar kl. 10

Í foreldrafræðslustund fimmtudaginn 17.janúar kl.10 kemur Dagný Erla Vilbergsdóttir frá modurafl.is og fræðir um ungbarnanudd

Dagný sýnir nokkrar strokur og geta foreldrar fylgt eftir og nuddað börnin sín. Nuddolía verður á staðnum fyrir þá sem vilja en mælt er með að þið takið með handklæði. Ungbarnanudd losar um spennu, bætir svefn, eykur vellíðan, þroska og öryggistilfinningu og hefur mjög víðtækan ávinning fyrir barnið og tengsl milli barnsins og foreldra. Dagný Erla er doulunemi, leiðbeinandi í meðgöngujóga, fæðingarundirbúningi sem og ungbarnanuddi en áður hafði hún lokið námi í og unnið sem kennari, náms- og starfsráðgjafi og hómópati. Hún er gift fimm barna móðir og á að auki tvö eldri stjúpbörn. Dagný stofnaði Móðurafl til að styðja við konur í barneignarferlinu. Starfsemin felst fyrst og fremst í að styðja við konur á meðgöngu með douluþjónustu, meðgöngujóga og góðum fæðingarundirbúningi, fræðslu um umönnun nýburans og ungbarnanuddsnámskeiðum. Verið velkomin til að fræðast um ungbarnanudd og æfa ykkur í að nudda litla krílið.

Til baka
English
Hafðu samband