Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listamaður marsmánaðar í Bókasafni Garðabæjar - móttaka 8.mars kl. 17

01.03.2019
Listamaður marsmánaðar í Bókasafni Garðabæjar - móttaka 8.mars kl. 17

Listamaður marsmánaðar í Bókasafni Garðabæjar

Listamaður marsmánaðar í Bókasafni Garðabæjar í samstarfi við Grósku er Ásthildur Kristín Einarsdóttir. Verkin sem hún sýnir eru olíumálverk og er elsta myndin síðan 1977.
Ásthildur stundaði nám í Myndlistarskólanum en þar naut hún meðal annars kennslu Þorbjargar Höskuldardóttur og Hrings Jóhannessonar og sótti námskeið hjá Bjarna Sveinbjarnarsyni og fleirum. Hún hefur tekið þátt í samsýningum.

Ásthildur verður með móttöku föstudaginn 8.mars

Ásthildur er félagi í Grósku, félagi myndlistarmanna í Garðabæ. Listamaðurinn tekur á móti gestum og gangandi föstudaginn 8.mars á milli klukkan 17 – 18 og verður þá boðið uppá léttar veitingar fyrir börn og fullorðna og eru allir hjartanlega velkomnir. Sýningin mun standa út mars í bókasafninu Garðatorgi 7.

Til baka
English
Hafðu samband