Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þjónustukönnun Bókasafns Garðabæjar árið 2019

15.03.2019
Þjónustukönnun Bókasafns Garðabæjar árið 2019Þjónustukönnun Bókasafns Garðabæjar árið 2019
Starfsfólk Bókasafns Garðabæjar leitar til íbúa bæjarins um að svara stuttri rafrænni könnun um starfsemi safnsins. Markmiðið er að veita sem besta þjónustu, fjölbreyttasta úrval bóka og gagna, viðburða og klúbba sem völ er á.
Hægt er að svara könnuninni á vef bókasafnsins, bokasafn.gardabaer.is, og fésbókarsíðu bókasafnsins.
Niðurstöður úr könnuninni á að aðstoða okkur við að þróa og byggja upp Bókasafn Garðbæjar í takt við samfélagið og að endurspegla kröfur og væntingar bæjarbúa.
Krækja á könnun: þjónustukönnun Bókasafns Garðabæjar
Til baka
English
Hafðu samband