Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listamaður mánaðarins - Auja með móttöku fimmtudaginn 4.apríl kl. 17

01.04.2019
Listamaður mánaðarins - Auja með móttöku fimmtudaginn 4.apríl kl. 17

Auður Björnsdóttir listamaður aprílmánaðar á Bókasafni Garðabæjar

Auður Björnsdóttir mun sýna verkin „Happy Houses“. Listamaður mánaðarins er samstarfsverkefni Bókasafns Garðabæjar og Grósku. Auja er ein af stofnendum ART67, er félagi í Grósku myndlistarfélagi, Litka, Myndlistarfélagi Kópavogs og Vatnslitafélagi Íslands.

Auður Björnsdóttir, Auja er listamaður aprílmánaðar og verður með móttöku fimmtudaginn 4.apríl klukkan 17 á bókasafninu Garðatorgi 7 og eru allir velkomnir

Auja hefur alltaf haft mikinn áhuga á arkitektur, list, formum og litum. Það var þó ekki fyrr en árið 2008 að hún byrjaði að mála og varð strax hugfangin af málun. Allar götur síðan hefur áhuginn haldist og elfst síðan. Auja málar mest með olíu og finnst hún geta túlkað viðfangsefnið betur með grófum áferðum í bland við þunn lög og gengsæi. Hún málar og fær útrás fyrir sköpun og sjá eitthvað verða til og það veitir henni mikla ánægju, þó í bland sé þetta mikil togstreita. Auja fór að mála „Happy Houses“ fljótlega eftir hrunið, það var mikil depurð í samfélaginu og langaði hana að mála myndir sem væru glaðar og litríkar með skrítnum húsum og fígúrum. Myndir sem gætu glatt og jafnvel dregið fram bros áhorfandans. Auja hefur stundað nám síðan bæði erlendis og hér heima. Hún var í Myndlistaskóla Kópvogs, Master Class námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni, Björn Ignatius billedkunstskolen í Kaupmannahöfn svo eitthvað sé nefnt. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og samsýningar.

Til baka
English
Hafðu samband