Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Föstudagsfjör fyrir káta krakka - skiptibókamarkaður hefst

11.06.2019
Föstudagsfjör fyrir káta krakka - skiptibókamarkaður hefst

Börnin velkomin á skiptibókamarkað

 

Skiptibókamarkaður fyrir barnabækur verður í Bókasafni Garðabæjar Garðatorgi 7, föstudaginn 14.júní kl.10 og mun standa yfir í viku. Börnin koma með bækur að heiman sem þau vilja setja á markaðinn og geta þá valið sér aðrar bækur í staðinn. Upplagt tækifæri til að skipta út bókunum sínum og verða sér út um nýtt spennandi lesefni til að taka með heim. Lestrarhestur vikunnar dreginn út kl.12. Verið velkomin. Föstudagssmiðjur verða í allt sumar frá 14.júní til 16.ágúst á milli klukkan 10 og 12 fyrir grunnskólakrakka. Á sama tímabili verður lestrarhestur vikunnar dreginn út kl. 12 í Sumarlestri 2019 á Bókasafni Garðabæjar. Lesum saman.

Til baka
English
Hafðu samband