Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Doron Eliasen er með listasýningu í Bókasafni Garðabæjar í október – móttaka 11.október kl.16-18

04.10.2019
Doron Eliasen er með listasýningu í Bókasafni Garðabæjar í október – móttaka 11.október kl.16-18

Doron Eliasen er með listasýningu í Bókasafni Garðabæjar í október – móttaka 11.október

Doron Eliasen er listamaður októbermánaðar og er með móttöku á bókasafninu Garðatorgi 7 föstudaginn 11.október á milli klukkan 16 til 18 og eru allir velkomnir. Listamaður mánaðarins er samstarfsverkefni bókasafnsins og Grósku - félag myndlistarmanna í Garðabæ. Doron er meðlimur í Grósku.
Doron byrjaði að mála eftir að hann hætti á vinnumarkaðinum árið 2008 og hefur sótt ýmiskonar námskeið í myndlist við Myndlistaskóla Reykjavíkur og Kópavogs o.fl. Doron hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum á vegum Grósku allt frá árinu 2008 auk þess haldið einkasýningu í gallerí Ribarhús í Færeyjum 2014. Hann var með einkasýningu á bókasafninu árið 2017.
Til baka
English
Hafðu samband