Bangsagisting á bókasafninu - skráning nauðsynleg
09.10.2019

Komið með bangsa á föstudegi og náið í þá á laugardegi - skráning nauðsynleg og minningarskjal um gistingu fylgir með
Bókasafnið býður böngsum og öðrum tuskudýrum í næturgistingu á bókasafninu á Garðatorgi. Eigendur bangsanna koma með skráða bangsa föstudaginn 18. október kl. 16 til 18. Útskrift er svo kl. 11 til 14 daginn eftir, laugardaginn 19.október. Margt verður brallað og fær eigandi bangsanna myndir og stutta lýsingu hvað bangsinn hafði fyrir stafni þessa nótt með vinum sínum. Hér er hægt að skrá sig : Bangsagisting