Tæknispjall 20.nóv. kl. 17 - lærðu á sjálfsafgreiðsluna
11.11.2019
Í tæknispjallinu veitir starfsfólk safnsins margvíslega tækniaðstoð fyrir hinn venjulega notanda.
Fáðu aðstoð með snjalltækið á bókasafninu. Kostar ekkert. Tæknispjall verður einu sinni í mánuði á miðvikudögunum: 23.október, 20.nóvember og 18.desember á milli klukkan 17 og 18. Við höldum því svo áfram eftir jól. Í tæknispjallinu veitir starfsfólk safnsins margvíslega tækniaðstoð fyrir hinn venjulega notanda. Hvernig á að tengjast netinu, finna vefsíður og eyðublöð, nota netið, tölvur, spjaldtölvur og síma. Best er að fólk hafi eigin tölvur eða snjallsíma meðferðis. Starfsmenn safnsins sem verða til aðstoðar vinna við tölvu og kunna ýmislegt en eru ekki lærðir sérfræðingar um tölvu- og tæknimál.