Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jólabíó á Þorláksmessu og fjölskyldubíó 27.desember

06.12.2019
Jólabíó á Þorláksmessu og fjölskyldubíó 27.desember

Jólabíó klukkan 10, 13 og 16:30 á Þorláksmessu 

Það verður notaleg jólastemning á bókasafninu á Þorláksmessu. Myndin Björgun Sveinka verður sýnd kl.10 og kl.13 og myndin Jingle All the Way kl.16:30. Piparkökur og saltstangir í boði. Hægt að lita jólamyndir og föndra eitthvað létt og fallegt í barnadeildinni.
Safnið verður opið kl.9-19. Verið innilega velkomin.

Bókabíó fyrir fjölskylduna klukkan 16:30

BÓKABÍÓ verður á bókasafninu síðasta föstudag í mánuði klukkan 16:30 yfir vetrartímann. Sýndar verða myndir sem öll fjölskyldan getur haft gaman af. Afslöppun og notaleg stund þar sem allir eru velkomnir. Föstudaginn 27.desember verður sýnd myndin Betthoven´s Christmas Adventure kl.16:30. Verið innilega velkomin.

Til baka
English
Hafðu samband