Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Komdu með til Kanarí - Snæfríður Ingadóttir kynnir þriðjudaginn 28.janúar kl. 17:30 - bókakynning

22.01.2020
Komdu með til Kanarí - Snæfríður Ingadóttir kynnir  þriðjudaginn 28.janúar kl. 17:30 - bókakynning

Snæfríður Ingadóttir fjölmiðlakona segir frá áhugaverðum og skemmtilegum stöðum og upplifun á Gran Canaria

Í bókinni Komdu með til Kanarí segir Snæfríður Ingadóttir fjölmiðlakona frá áhugaverðum og skemmtilegum stöðum og upplifun á Gran Canaria. Allir velkomnir, kostar ekkert og heitt á könnunni. Fáir staðir í Evrópu státa af jafn hlýju og stöðugu veðurfari og Kanaríeyjar enda hefur eyjaklasinn verið vinsæll áfangastaður sóldýrkenda í áratugi, ekki síst eyjan Gran Canaria. Á eyjunni er að finna mikla fjölbreytni bæði í landslagi og afþreyingu en það gerir Gran Canaria að afar spennandi áfangastað fyrir fólk á öllum aldri allt árið um kring. Í þessari bók gefur fjölmiðlakonan Snæfríður Ingadóttir, sem ferðast árlega til Gran Canaria með fjölskyldu sinni, lesendum hugmyndir að ýmsu áhugaverðu sem skemmtilegt er að skoða og upplifa á Gran Canaria. Bókin verður fáanleg á tilboðsverði á kynningunni, á 2900 krónur, *ENGINN POSI* Um höfundinn: Snæfríður hefur starfað sem blaðamaður til fjölda ár. Hún hefur skrifað nokkrar bækur um Ísland fyrir erlenda ferðamenn sem og handbækur um Tenerife og íbúðaskipti.

Til baka
English
Hafðu samband