Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gunnar Júlíusson sýnir á bókasafninu – sýningaropnun 7.febrúar klukkan 17

06.02.2020
Gunnar Júlíusson sýnir á bókasafninu – sýningaropnun 7.febrúar klukkan 17Gunnar Júlíusson sýnir á bókasafninu – sýningaropnun 7.febrúar klukkan 17
Listamaður febrúarmánaðar á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7 í samstarfi við Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, er Gunnar Júlíusson. Sýningin hefst laugardaginn 1. febrúar. Gunnar verður með móttöku föstudaginn 7. febrúar kl. 17, en þá er Safnanótt. Veitingar verða í boði og eru allir velkomnir. Einnig verður Gunnar á staðnum alla laugardaga í febrúar á milli klukkan 13 og 15.
Gunnar er frá Vestmannaeyjum, en flutti til Reykjavíkur til að nema í Myndlista- og handíðaskólanum. Hann vann við grafíska hönnun og myndskreytingar á Íslensku auglýsingastofunni, verkstjórn og viðmótshönnun hjá dótturfyrirtæki Bank of New York í Jersey City, Bandaríkjunum, vefstjóri og hönnuður hjá Latabæ og hefur síðustu 15 ár búið á Álftanesi og verið sjálfstætt starfandi hönnuður með Dínamít ehf, www.dinamit.is.
Hann tók fyrst þátt í sýningu árið 1995 og hefur núna síðustu ár einbeitt sér meira að listinni í mörgum miðlum, hvort sem það er olía eða akrýl á striga, kol og pastel á timbur, blek á pappír, tölvuverk, gluggafilmur eða stór úti veggverk. Hann hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og þá sérstaklega með félögum sínum í Grósku og Myndlistarfélagi Vestmannaeyja. Þetta er þriðja einkasýning Gunnars.
Vinnustofa Gunnars er í Íshúsi Hafnarfjarðar.
Til baka
English
Hafðu samband