Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Höfundakvöld - nýjar raddir þriðjudaginn 10.mars klukkan 18

06.03.2020
Höfundakvöld - nýjar raddir þriðjudaginn 10.mars klukkan 18

Upplestur fjögurra höfunda í Bókasafni Garðabæjar. Pedro Gunnlaugur Garcia með Málleysingjarnir, Díana Sjöfn Jóhannsdóttir með Ólyfjan, Guðrún Inga Ragnarsdóttir með Plan B og Sjöfn Hauksdóttir með Úthverfablús 

Upplestur fjögurra nýrra höfunda í Bókasafni Garðabæjar 10. mars kl. 18:00.
Fjórir ólíkir höfundar mæta með fyrstu skáldverk sín og lesa upp úr þeim og spjalla á léttu nótunum.

💥💥💥💥💥💥💥💥💥💥

Guðrún Inga Ragnarsdóttir gaf út skáldsöguna Plan B í janúar 2020. Plan B er fyrsta skáldsaga Guðrúnar Ingu Ragnarsdóttur en hún er bráðfyndin og snjöll samtímasaga um væntingar og vonbrigði.

Pedro Gunnlaugur Garcia fékk nýræktarstyrk Miðstöðvar Íslenskra bókmennta árið 2017 með lofsamlegri umsögn fyrir skáldverk sitt Málleysingjarnir. Bókin kom út fyrir jólin 2019. Í þessari viðamiklu skáldsögu segir frá ungu fólki í flóknum og um sumt fjandsamlegum heimi, en um leið er umbrotaskeiði lýst í fjörmikilli frásögn


Díana Sjöfn Jóhannsdóttir gaf út skáldsöguna Ólyfjan í nóvember 2019. Eitruð karlmennska, sjálfsmyndir, samfélagið og skáldsagnaformið eru meðal stefa í þessari frumraun höfundar.

Sjöfn Hauksdóttir ljóðskáld les upp úr verki sem er væntanlegt á næstu dögum, ljóðabókin Úthverfablús. En áður hefur hún gefið út ljóðabókina Ceci ne'st pas un ljóðabók í samstarfi við Kallíópu. Hráleiki og húmor einkennir verk hennar en verkin eru oftar en ekki með pólítiskan undirtón.

Allir velkomnir!

Til baka
English
Hafðu samband