Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Óbreyttur opnunartími Bókasafni Garðabæjar

15.03.2020
Óbreyttur opnunartími Bókasafni Garðabæjar

Allir viðburðir falla niður frá og með mánudeginum 16.mars -  óbreyttur opnunartími 

Menningarstofnanir á höfuðborgarsvæðinu

Söfnin á höfuðborgarsvæðinu, listasöfn, bókasöfn og sögusöfn halda óbreyttum opnunartíma þrátt fyrir samkomubann en boðuðum viðburðum verður aflýst eða frestað, svo sem leiðsögnum, listsmiðjum og málþingum, á meðan samkomubannið er í gildi. Á söfnum eru gestir hvattir til að hafa hæfilega fjarlægð sín á milli. Áfram verður lögð áhersla á aukin þrif í söfnunum á höfuðborgarsvæðinu umfram venjubundna ræstingu.

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu á heimasíðum sveitarfélaganna og heimasíðum grunn- og leikskóla og þeirra stofnana sem við eiga. Þá eru íbúar jafnframt hvattir til að fylgja leiðbeiningum landlæknis um viðbrögð við veirunni inn á covid.is . Við erum öll almannavarnir.

 

Sjá hér alla fréttina

Til baka
English
Hafðu samband