Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Álftanessafn er lokað á meðan samkomubannið varir

17.03.2020
Álftanessafn er lokað á meðan samkomubannið varir

Álftanessafn er lokað í samkomubanni  

Kæru lánþegar og aðrir Álftnesingar.
Sem mótvægisaðgerð vegna COVID-19 (kórónaveirunnar) verður Álftanessafn lokað á meðan samkomubann varir frá og með mánudeginum 16. mars. Lokunin var ákveðin í samráði við skólayfirvöld þar sem safnið er rekið í sama húsnæði og skólasafn Álftanesskóla sem einnig er lokað fyrir gestum.
Lánþegar eru velkomnir á Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi en þar er opið skv. hefðbundnum opnunartíma sem er alla virka daga klukkan 9:00-19:00 og laugardaga klukkan 11:00-15:00.
Á leitir.is er hægt að framlengja bækur og það er líka velkomið að senda okkur póst á alftanessafn@gardabaer.is
Sektir verða ekki rukkaðar á meðan þessi ákvörðun er í gildi.

Til baka
English
Hafðu samband