Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókamerkið 1.þáttur: nýleg íslensk skáldverk. Streymt af Facebook Bókasafns Garðabæjar 17.apríl kl. 13

14.04.2020
Bókamerkið 1.þáttur: nýleg íslensk skáldverk. Streymt af Facebook Bókasafns Garðabæjar 17.apríl kl. 13

Fyrsti þáttur verður sýndur föstudaginn 17. apríl kl. 13:00. Þátturinn er samvinnuverkefni Bókasafns Garðabæjar og Lestrarklefans 

Bókamerkið er nýr bókmenntaþáttur í beinu streymi á Facebook. Fyrsti þáttur verður sýndur föstudaginn 17. apríl kl. 13:00. Þátturinn er samvinnuverkefni Bókasafns Garðabæjar og Lestrarklefans en þættirnir eru ætlaðir til að stytta stundir í samkomubanni.

Í þáttunum koma fróðir og skemmtilegir viðmælendur sem ræða sín á milli um bækur og ánægjuna við að lesa góðar bækur.

Fyrsti þáttur fjallar um nýleg íslensk skáldverk.
Í þessum þætti mæta þau Díana Sjöfn bókmennta - og menningafræðingur og viðburðarstjóri Bókasafns Garðabæjar, Sjöfn Hauksdóttir bókmenntafræðingur og skáld og Pedro Gunnlaugur rithöfundur og ræða saman á léttu nótunum um áhugaverð skáldverk og vaxandi útgáfu á Íslandi.

Til baka
English
Hafðu samband