Viðburðir framundan í streymi á Facebook

Fylgist með á vefnum og Facebook. Bergrún Íris, sögur og söngur, bókmenntaþættir með Lestrarklefanum
Eins og alþjóð veit er bókasafnið lokað í bili fyrir gestum. Við höldum áfram að bjóða upp á allskonar viðburði á Facebook. Þar var til dæmis hægt að hlýða og horfa á „Sögur og söngur með Þórönnu“, létt páskaföndur með starfsmanni bókasafnsins, spjall við forstöðumann, myndband frá vinnu starfsmanna í samkomubanni og fleira. Við munum halda áfram að kynna hvað starfsmenn eru að gera og segja frá uppáhalds bók og fleiru skemmtilegu.
Framundan er lestrarstund með rithöfundinum Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur í beinu streymi frá Bókasafni Garðabæjar miðvikudaginn 15. apríl kl. 13:00. Hún les upp úr bókum sínum Vinur minn vindurinn og Sjáðu mig sumar af sinni einstöku snilld!
Sögur og söngur fyrir 2 til 6 ára börn með Þórönnu verður aftur á dagskrá í 21.apríl klukkan 13 í streymi á Facebook.
Bókasafnið ætlar síðan að vinna í samstarfi við Lestrarklefann við að búa til stutta umræðuþætti um bókmenntir sem verða sýndir einu sinni í viku í beinu streymi frá Facebooksíðu bókasafnsins í apríl. Bókasafninu verður því umbreytt í hálfgert sjónvarpssett á tímabili. Í hverjum þætti koma skemmtilegir viðmælendur og ræða saman um bækur og lestrarupplifun sína. Þá verður meðal annars fjallað um nýjustu íslensku skáldverkin, barnabækur, ljóð og glæpasögur.