Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðburðir framundan í streymi á Facebook

14.04.2020
Viðburðir framundan í streymi á Facebook

Fylgist með á vefnum og Facebook. Bergrún Íris, sögur og söngur, bókmenntaþættir með Lestrarklefanum

Eins og alþjóð veit er bókasafnið lokað í bili fyrir gestum. Við höldum áfram að bjóða upp á allskonar viðburði á Facebook. Þar var til dæmis hægt að hlýða og horfa á „Sögur og söngur með Þórönnu“, létt páskaföndur með starfsmanni bókasafnsins, spjall við forstöðumann, myndband frá vinnu starfsmanna í samkomubanni og fleira. Við munum halda áfram að kynna hvað starfsmenn eru að gera og segja frá uppáhalds bók og fleiru skemmtilegu.

Framundan er lestrarstund með rithöfundinum Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur í beinu streymi frá Bókasafni Garðabæjar miðvikudaginn 15. apríl kl. 13:00. Hún les upp úr bókum sínum Vinur minn vindurinn og Sjáðu mig sumar af sinni einstöku snilld!
Sögur og söngur fyrir 2 til 6 ára börn með Þórönnu verður aftur á dagskrá í 21.apríl klukkan 13 í streymi á Facebook.
Bókasafnið ætlar síðan að vinna í samstarfi við Lestrarklefann við að búa til stutta umræðuþætti um bókmenntir sem verða sýndir einu sinni í viku í beinu streymi frá Facebooksíðu bókasafnsins í apríl. Bókasafninu verður því umbreytt í hálfgert sjónvarpssett á tímabili. Í hverjum þætti koma skemmtilegir viðmælendur og ræða saman um bækur og lestrarupplifun sína. Þá verður meðal annars fjallað um nýjustu íslensku skáldverkin, barnabækur, ljóð og glæpasögur.

Sjá allt viðtalið við forstöðumann bókasafnsins á vef Garðabæjar
Til baka
English
Hafðu samband