Sögur og söngur með Þórönnu Gynný í beinni á Facebook bókasafnsins | 21.apríl klukkan 13
17.04.2020

Þóranna Gunný les og syngur fyrir börnin
Sögur og söngur fyrir yngstu börnin í beinni á fésbók bókasafnsins miðvikudaginn 21.apríl kl. 13. Þóranna Gunný les, syngur og skemmtir krökkunum í samkomubanni 😊
Sögur og söngur - Þóranna Gunný Gunnarsdóttir les, leikur og syngur fyrir 2.- 6.ára börn. Þóranna Gunný, sem hefur mikla reynslu af leiklist, söng og vinnu með ungum börnum, mun leiða líflega fjölskyldustund þar sem hún les, leikur og syngur fyrir yngstu börnin!