Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókamerkið: barnabækur - umfjöllun í streymi af Facebook fimmtudaginn 30.apríl

28.04.2020
Bókamerkið: barnabækur - umfjöllun í streymi af Facebook fimmtudaginn 30.apríl

Þriðji þáttur - fjallar um barnabækur og verður á öðrum tíma en venjulega: fimmtudaginn 30. apríl kl. 16:00

Bókamerkið er nýr bókmenntaþáttur í beinu streymi frá Bókasafni Garðabæjar.

Í þáttunum koma fróðir og skemmtilegir viðmælendur sem ræða sín á milli um bækur og ánægjuna við að lesa góðar bækur.

Í þessum þætti koma saman Katrín Lilja, ritstjóri Lestrarklefans, Marta Hlín Magnadóttir ritstjóri hjá Bókabeitunni og Katrín Ragna rithöfundur og ræða um barnabækur, mikilvægi lesturs frá unga aldri og sess barnabóka innan bókmenntaheimsins.

Þátturinn er samvinnuverkefni Bókasafns Garðabæjar og Lestrarklefans en þættirnir eru ætlaðir til að stytta stundir í samkomubanni.

Til baka
English
Hafðu samband