Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókamerkið: Glæpasögur - í streymi 8.maí klukkan 13

06.05.2020
Bókamerkið: Glæpasögur - í streymi 8.maí klukkan 13

Bókamerkið er bókmenntaþáttur í beinu streymi af Facebook frá Bókasafni Garðabæjar en þættirnir eru gerðir í samvinnu við Lestrarklefann

Fjórða þættinum verður streymt föstudaginn 8. maí klukkan 13:00.

Í þáttunum koma fróðir og skemmtilegir viðmælendur sem ræða sín á milli um bækur og ánægjuna við að lesa góðar bækur.

Í þessum fjórða þætti mun Sjöfn Hauksdóttir, bókmenntafræðingur stýra umræðum um glæpasögur en hún fær til sín Evu Björg Ægisdóttur rithöfund og Sæunni Gísladóttur gagnrýnanda hjá Lestrarklefanum.

Til baka
English
Hafðu samband