Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafn Garðabæjar, Garðatorg og Álftanessafn opna aftur 4.maí

08.05.2020
Bókasafn Garðabæjar, Garðatorg og Álftanessafn opna aftur 4.maí

Gleðifréttir! Bókasafnið Garðatorgi opnar klukkan 9 og Álftanessafnið opnar klukkan 16

📖 Bókasafn Garðabæjar mun opna aftur 4.maí. Hægt verður að skila og fá gögn að láni.

📖 Fjöldi gesta verður takmarkaður og tveggja metra reglan í fullu gildi milli gesta og starfsfólks.  Gestir þurfa að spritta hendur áður en gengið er inn á safnið.

📖 Mælst er til að gestir dvelji ekki lengi á safninu og verða því dagblöð, kaffivél, afþreying fyrir börnin og setusvæði ekki í boði. Lesstofan á efri hæð verður lokuð.

📖 Vissar reglur munu gilda um skil á gögnum og eins eru gestir beðnir um að sýna þolinmæði við afgreiðsluborð, sjálfsafgreiðsluvél og vinsælustu hillurnar því enginn troðningur er leyfilegur.

📖 Fólk með flensulík einkenni, er slappt eða í sóttkví á EKKI að koma sjálft á safnið.

📖 Mælt er með að viðkvæmustu hóparnir komi frekar á safnið fyrir hádegi og aðrir eftir hádegi til að byrja með.

📖 Skiladagur á gögnum sem átti að skila meðan lokað var hefur verið framlengdur til 14.maí og safna ekki sektum á meðan og þarf því enginn að flýta sér að skila fyrr en þá.

📖 Gildistími lánþegaskírteina allra þeirra sem áttu gilt skírteini í Bókasafni Garðabæjar eftir 23. mars 2020 hefur verið lengdur um 42 daga til þess að koma til móts við lánþega vegna lokunartíma safnsins.

📖 Verið innilega velkomin, hlökkum mikið til að sjá ykkur.

Til baka
English
Hafðu samband