Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Opnunarhátíð Sumarlesturs laugardaginn 30.maí - Dr.Bæk kl. 12-14

13.05.2020
Opnunarhátíð Sumarlesturs laugardaginn 30.maí - Dr.Bæk kl. 12-14

Opnunarhátíð Sumarlesturs verður haldin laugardaginn 30.maí, kl. 12-14 í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7

Þá hefst skráning í Sumarlestur bókasafnsins, lestrardagbækur verða afhentar og Dr.Bæk mætir á torgið og yfirfer hjólin. Þetta er síðasta laugardagsopnun fyrir sumarið og er opið á milli klukkan 11 og 15.

Börn á grunnskólaaldri og yngri börn sem eru farin að lesa sjálf geta tekið þátt í sumarlestrarátakinu. Hægt er að skrá sig allt sumarið í bókasafninu Garðatorgi 7 og Álftanessafni. Það er leyfilegt er að lesa hvað sem er. Mjög mikilvægt er að lesa í sumarfríi skólanna til að tapa ekki niður lestrargetunni og verða fyrir sumaráhrifum.
Setjið ykkur lestrarmarkmið, skráið lesturinn, fáið límmiða í lestrardagbókina og hengið upp ofurhetjumynd á læsishetjuna! Á föstudögum verður lestrarhestur vikunnar dreginn úr umsagnarmiðunum sem þátttakendur fylla út og fær hann bók í verðlaun.
Uppskeruhátíð verður haldin laugardaginn 22.ágúst. Þá verða þrír duglegir lestrarhestar dregnir úr lukkukassanum og allir virkir þátttakendur fá verðlaun.
Lesum saman í sumar! Lestur er minn ofurkraftur!

Föstudagsmiðjur alla föstudaga á Garðatorgi 7 á milli klukkan 10 og 12 frá 19.júní til 14.ágúst. 

Til baka
English
Hafðu samband