Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafn Garðabæjar auglýsir eftir sérfræðingi í afleysingu

07.06.2020
Bókasafn Garðabæjar auglýsir eftir sérfræðingi í afleysingu

Bókasafn Garðabæjar óskar eftir öflugum og hugmyndaríkum sérfræðingi í 50% tímabundið starf frá 1. október 2020 til og með 30. júlí 2021.

Sérfræðingur vinnur í samræmi við samþykktir, markmið, starfsáætlun og starfshætti safnsins. Sérfræðingur er hluti af viðburðateymi og vinnur með og tekur að sér stjórnun og skipulag einstakra viðburða og klúbba ásamt því að sinna almennum afgreiðslustörfum og öðrum verkefnum sem til falla.

Bókasafn Garðabæjar er menningar-, upplýsinga- og þjónustusetur bæjarbúa sem er rekið af Garðabæ samkvæmt lögum um bókasöfn nr. 150/2012. Bókasafn Garðabæjar leggur áherslu á að veita gestum aðgengilega, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu.

Helstu verkefni:

Skipulag og aðstoð við viðburði
Markaðs- og kynningarmál, m.a. textavinna og upplýsingagjöf á vefsíðu safnsins
Almenn afgreiðslustörf
Aðstoð við upplýsinga- og heimildaleit
Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:


Háskólapróf sem nýtist í starfi
Góð skipulagshæfni, hugmyndaauðgi, frumkvæði, framtakssemi, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
Vandvirkni og nákvæmni í vinnubrögðum, geta til að vinna í hópi og miðla þekkingu
Góð íslensku- og enskukunnátta, hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
Víðtæk tölvukunnátta og geta til að tileinka sér nýja tækni
Færni til að vinna undir álagi og sinna mörgum verkefnum

Umsóknarfrestur er til og með 22.júní 2020.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Sigurgeirsdóttir forstöðumaður Bókasafns Garðabæjar í síma 591 4550, einnig með því að senda tölvupóst á margretsig@gardabaer.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Áhugasamir einstaklingar, án tilliti til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

50% afleysing sérfræðings

Til baka
English
Hafðu samband