Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Árný Björk Birgisdóttir er listamaður júlímánaðar

09.07.2020
Árný Björk Birgisdóttir er listamaður júlímánaðar

Listamaður júlí 2020 - Bókasafn Garðabæjar Árný Björk Birgisdóttir


Málverkasýningin Þakklæti og önnur læti mun hanga uppi á safninu allan júlí en formleg opnun verður haldin fimmtudaginn 9. júlí klukkan 17-19

Árný Björk er einn þeirra tíu listamanna sem stofnuðu Grástein, Skólavörðustíg 4. Samhliða sölu fjölbreyttra listmuna rekur galleríið sýningarsal fyrir gestalistamenn.

Grásteinn opnaði nýverið aftur eftir COVID-lokun. Grásteinn er hluti af blómstrandi menningarlífi borgarinnar og skipar stóran sess í lífi þeirra listamanna sem saman reka galleríið. Höggið var því mikið þegar gestir komu ekki, sýningarhald var stöðvað og hlé varð á samstarfi hópsins. Í óvissu um framtíðina tekur þessi sýning á sig form. Árný Björk leitaði öryggiskenndar í tómarúminu og upplifði þakklæti þegar festan fannst í náttúrunni, í sjónum og strandlengju landsins.

Árný Björk útskrifaðist frá Arizona State University með BA í fine arts. Áherslan í náminu var vatnslitamálum en hún hefur unnið með ýmsa aðra vatnsuppleysanlega liti og málað í olíu. Þaðan lá leið hennar í meistaranám við Pratt Institute í New York þar sem hún lagði áherslu á sköpunarferlið og tjáninguna í listinni. Árný leikur sér með blöndun lita í frjálsu flæði vatnsins. Árný tekst á við þá ögrun að skapa form úr formleysinu, ná stjórn á myndverkinu án þess að berjast gegn flæðinu, slaka á hugsuninni, tengja við sjálfa sig og gleyma sér.
Til baka
English
Hafðu samband