Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ljóðasmiðja föstudaginn 24.júlí klukkan 10

20.07.2020
Ljóðasmiðja föstudaginn 24.júlí klukkan 10

Föstudaginn 24. júlí milli klukkan 10 og 12 bjóðum við á Bókasafni Garðabæjar upp á ljóðasmiðju!Við lærum að gera úrklippuljóð og myrkvunarljóð.

Díana Sjöfn Jóhannsdóttir rithöfundur og starfsmaður Bókasafns Garðabæjar stýrir ljóðasmiðju
Krakkarnir semja eigin ljóð með aðstoð Díönu.

Smiðjan hentar alveg frá 8 ára upp í 100 ára!
Allir hjartanlega velkomnir.

Eftir smiðjuna verður lestrarhestur vikunnar dreginn út í sumarlestrinum okkar.
Endilega kynnið ykkur sumarlesturinn hjá okkur í afgreiðslunni.

Næsta föstudagssmiðja:  Harry Potter sprotagerð og fleira.

Til baka
English
Hafðu samband