Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Potterveisla 31.júlí - dagksrá hefst klukkan 10

27.07.2020
Potterveisla 31.júlí - dagksrá hefst klukkan 10

Harry James Potter verður fertugur föstudaginn 31. júlí og við á Bókasafni Garðabæjar ætlum að halda ærlega veislu fyrir þessa dáðu bókmenntapersónu!
Við vonum að þið komið og fagnið með okkur!


Dagskrá:

⚡ 10:00 – 12:00 Sprotagerð
Búðu til þinn eigin galdrasprota! Allir vita að mikilvægasti fylgihlutur galdramanns er galdrasprotinn hans til að iðka almennilega galdra, en hver og einn galdrasproti þarf að vera sérstaklega hannaður fyrir sinn eiganda.
(Skráning í gangi á sprotasmiðju. Þeir sem eru skráðir hafa forgang.
Athugið: ef þið eigið límbyssu heima er gott að koma með hana!)

⚡10:00 – 17:00 Dobby sokkasmiðja
Viltu hjálpa Dobby að frelsa húsálfana? Skapaðu fallegan sokk og hengdu upp hjá okkur
þannig að húsálfarnir geti nælt sér í einn og frelsast!

⚡11:00 – 17:00 Í hvaða heimavist ert þú?
Ertu með hugað hjarta og dirfskufullur eins og Gryffindor? Ertu tryggur og trúr eins og Hufflepuff? Metur þú vit og þekkingu eins og Ravenclaw eða ertu metnaðargjarn og ráðagóður eins og Slytherin? Fáðu að vita það hjá okkur!

⚡11: 00 – 15:00 Leitin að gullnu eldingunni!
Finndu gullnu eldinguna en hún er í felum einhversstaðar inni á bókasafninu eða á torginu fyrir framan Bókasafnið. Ef þú finnur gullnu eldinguna færir þú þinni heimavist ævarandi sigur og getur fengið smá verðlaun hjá okkur í afgreiðslunni.

⚡13:00 – 14:00 Harry Potter bókamerki
Skapaðu fallegt bókamerki í heimavistarlitunum þínum!

Við hvetjum alla sem hafa áhuga að mæta í búning!

Athugið: til að við höfum hugmynd um fjöldann í sprotagerð höfum við sett upp skráningu og viljum biðja ykkur um að skrá ykkur þar svo við getum verið betur undirbúin. Skráningarskjalið er hér: skráningarform

Til baka
English
Hafðu samband