Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tilmæli til safngesta vegna COVID-19

13.08.2020
Tilmæli til safngesta vegna COVID-19

Bókasafnið á Garðatorgi og Álftanessafn er opið samkvæmt hefðbundnum sumaropnunartíma.  

Kæru gestir og velunnarar Bókasafns Garðabæjar
Bókasafnið á Garðatorgi og Álftanessafn er opið samkvæmt hefðbundnum sumaropnunartíma.
Ekki þykir ástæða að fella niður viðburði ætluðum börnum og því munu föstudagssmiðjur, þriðjudagsleikar og ritsmiðja fyrir börn halda sínu striki. Við viljum þó koma því á framfæri að smiðjurnar eru eingöngu ætluð börnunum en ekki foreldrum eða forráðamönnum.
Við gætum að hreinlæti og þrífum alla snertifleti reglulega með sótthreinsiefni. Bækur og önnur safngögn eru hreinsuð vandlega eins og venjulega þegar þeim er skilað.
Við bendum á að hægt er að endurnýja og taka frá gögn á mínum síðum á Leitir.is. Einnig er hægt að ná sér í lesefni á Rafbókasafninu (rafbokasafnid.is). Rafbókasafnið er opið öllum sem eru með gilt bókasafnsskírteini.
Í ljósi aðstæðna er gestum bent á að hafa eftirfarandi í huga þegar þeir heimsækja safnið:
• Gestir sótthreinsi hendur þegar gengið er inn á safnið
• Virðum 2ja metra regluna
• Sýnum tillitssemi og þolinmæði
• Dagblöð, kaffi og vatn verður ekki í boði
• Gestir eru hvattir að dvelja ekki lengi á safninu
• Gögnum skal skilað í sjálfsafgreiðslu.
Við erum öll almannavarnir. Sýnum hverju öðru tillitssemi og þolinmæði.



Til baka
English
Hafðu samband