Uppskeruhátíð sumarlesturs | Húlladúllan skemmtir
18.08.2020

Uppskeruhátíð sumarlesturs Bókasafns Garðabæjar verður haldin laugardaginn 22. ágúst og af því tilefni fáum við til okkar Húlladúlluna til að koma og skemmta og sýna listir sínar
Húlladúllan mætir á svæðið klukkan 12:00
Húlladúllan elskar að húlla! Hún skemmtir, kennir stórum sem smáum sirkuslistir og gerir frábæra húllahringi.
Þrír lestrarhestar verða dregnir úr umsagnarmiðunum í lukkukassanum og fá bók í verðlaun.
Allir sem koma með og sýna okkur lestrardagbókina sína fá glaðning.
Lestur er langbestur!