Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafnið býður upp á krakkaforritun með Intrix - Fullbókað, hægt að setja barn á biðlista

11.09.2020
Bókasafnið býður upp á krakkaforritun með Intrix - Fullbókað, hægt að setja barn á biðlista

Bókasafnið býður upp á krakkaforritun með Intrix laugardaginn 19.september kl. 13 fyrir 7 til 12 ára. Námskeiðið er fullbókað - hægt að setja barn á biðlista

Krakkarnir kynnast einingarforritun með hjálp forritsins Scratch og Scratch Jr.
Ef tími leyfir þá skoðum við síðan hvernig við getum notað Makey Makey til að fikta í kóðanum okkar. Til dæmis er hægt að tengja banana eða leir við Makey Makey og látið bananann eða leirinn haga sér eins og takkar á tölvunni.
Nú er fullbókað á námskeiðið. Það er hægt að setja barnið á biðlista með því að senda tölvupóst á bokasafn@gardabaer.is eða hringja í síma 591 4550 og gefa upp nafn og aldur barns, símanúmer og tölvupóst.
Mæting á aðra hæð bókasafnsins.
Til baka
English
Hafðu samband