Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listamaður septembermánaðar á Bókasafni Garðabæjar er Unnur Sæmundsdóttir

14.09.2020
Listamaður septembermánaðar á Bókasafni Garðabæjar er Unnur Sæmundsdóttir

Listamaður septembermánaðar á Bókasafni Garðabæjar er Unnur Sæmundsdóttir


Unnur Sæmundsdóttir er listamaður septembermánaðar á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7 í samstarfi við Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ. Unnur verður á safninu laugardaginn 12.september klukkan 13-15 og fimmtudaginn 24.september klukkan 17-19.

DULVITUND – Listasýning í september

Unnur Sæmundsdóttir er Garðbæingur og grafískur hönnuður sem vinnur í leirlist og sjónlist.
Unnur er kennari í myndmennt við Áslandsskóla í Hafnafirði og er með vinnustofu í Íshúsi Hafnarfjarðar.
FB usart/design
Instagram usart.design
Myndlist Unnar samanstendur bæði af hönnun og sjónlistum og vinnur hún leir og svo málun á striga. Unni finnst leirinn spennandi þar sem tækni við að gera efni sem í upphafi er í fljótandi formi að þrívíðum hlut svo sem glas, skál og eða kertastjaka.
Unnur notar leirinn við hönnun í nytjalist og lágmyndum og hafa form mikil áhrif á það sem hún gerir. Hún vinnur með ólík form og setur saman þar sem hver hlutur verður einstakur.
Ólík form eru tekin og sett saman þannig að þau sýni allt annað en upphaflegur tilgangur þeirra er.
Unnur notar dulvitund og ímyndun við tengingu á milli leirsins og strigans til að ná upp hugmyndaflugi áhorfandans. Hvort sem það vekur upp forvitni, hlátur, grátur eða einhverjar aðrar tilfinningar.

Verkin hafa súrealískt yfirbragð og gefa áhorfandanum eitthvað til að hugsa um og vita kannski ekki alveg hvort eða hvernig þeir eiga að bregðast við.

Dulvitundin í verkum Unnar kemur fram á þann hátt að hún skáldar saman raunveruleikanum og því sem ekki gengur upp og telst ekki til raunveruleikans. Eitthvað sem telst til ímyndunar og eða að láta sig dreyma um að hlutirnir geti verið öðruvísi.
Unnur tekur hluti sem stangast á og notar þannig dúkku parta sem hún tekur í sundur og setur saman með ólíkum formum og reynir að fá útkomu sem kemur á óvart.
Hún þvingar hluti til að láta þessa ólíku dúkku parta og form ganga upp. Oft þannig að hún tekur af handahófi hluti sem hún þarf að setja saman og búa til einn hlut sem hægt er að nota sem kertastjaka og blómavasa í sama hlutnum.
Búa til hluti sem hafa fleiri en einn tilgang.

Unnur málar líka myndir á striga og notar akrýl í grunninn og teiknar með pennum.
Þar er hún að vinna fígúratíft með fugla og fólk í samtali við hvert annað eða við áhorfandann.
Þar eins og í leirnum finnst Unni skemmtilegt að skoða viðbrögð áhorfandans og hvernig hann bregst við. Hún skoðar hvort hún geti komið tilfinningum til skila þar sem listamaðurinn er að vinna með gleði, sorg, dulúð og léttleika, togstreitu milli þeirra sem eiga samtalið í myndinni.
Unnur er Grafískur hönnuður sem finnst gaman að teikna, nota línur, form og skraut til að fá það útlit sem hún sækist eftir.

Til baka
English
Hafðu samband