Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leshringur, tæknispjall, listamannaspjall - allir velkomnir

21.09.2020
Leshringur, tæknispjall, listamannaspjall - allir velkomnir

Lauflétti leshringurinn þriðjudaginn 23.september klukkan 18:30

Allir áhugasamir eru velkomnir. Þátttakendur eru hvattir til að lesa bókina fyrir kvöldið.
Við fjöllum um bókina Forargata eftir Sólveigu Eggerz
Haustið 2018 var nýr leshringur stofnaður og hittist hann þriðja þriðjudag í mánuði klukkan 18:30 yfir vetrarmánuðina. Lesefnið er allskonar og er ætíð ákveðið fyrirfram. Allir velkomnir. Hægt að skrá sig við komu eða með tölvupósti; bokasafn@gardabaer.is.

Tæknispjall með starfsmanni miðvikudaginn 24.sepember klukkan 17


Fáðu aðstoð með snjalltækið á bókasafninu. Kostar ekkert. Tæknispjall verður einu sinni í mánuði á miðvikudögunum: 23.september, 21.október og 18.nóvember milli klukkan 17 og 18. Í tæknispjallinu veitir starfsfólk safnsins margvíslega tækniaðstoð fyrir hinn venjulega notanda. Hvernig á að tengjast netinu, finna vefsíður og eyðublöð, nota netið, tölvur, spjaldtölvur og síma. Best er að fólk hafi eigin tölvur eða snjallsíma meðferðis. Starfsmenn safnsins sem verða til aðstoðar vinna við tölvu og kunna ýmislegt en eru ekki lærðir sérfræðingar um tölvu- og tæknimál.

Listamannsspjall | Unnur Sæmundsdóttir verður stödd á bókasafninu fimmtudaginn 24.september klukkan 17-19, en listasýningin hennar stendur út september

Listamaður septembermánaðar á Bókasafni Garðabæjar er Unnur Sæmundsdóttir, í samstarfi við félags myndlistarmanna í Garðabæ. Unnur verður á safninu laugardaginn 12.september klukkan 13-15 og fimmtudaginn 24.september klukkan 17-19 og spjallar við gesti og gangandi um sýninguna sína DULVITUND.
Til baka
English
Hafðu samband