Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Pantað og sótt á safnið Garðatorgi 7 á meðan lokun stendur

04.11.2020
Pantað og sótt á safnið Garðatorgi 7 á meðan lokun stendur

Kæru gestir nú getið þið pantað efni og sótt á Bókasafn Garðabæjar á Garðartorgi 7.  Athugið að bókasafnið er lokað og þessi þjónusta eingöngu í boði á virkum dögum.


Safnið er lokað en starfsfólks safnsins hefur fundið leið til að þjónusta gesti á þessum skrýtnu tímum þegar fólk þarf að dvelja að mestu heima við. Góðar bækur geta bjargað miklu.

Höfum þetta einfalt, sendu okkur tölvupóst á bokasafn@gardabaer.is hvenær sem er sólarhringsins, pantaðu efni af vefnum leitir.is, eða hringdu til okkar í síma 591 4550 milli klukkan 11 til 13. Við höfum samband þegar lánsgögnin eru tilbúin og þú getur sótt þau á milli klukkan 14 og 16. Ekki gleyma að taka símann með þegar gögnin eru sótt því þegar á safnið er komið hringirðu og starfsmaður afhendir sótthreinsuð lánsgögn í poka. Minnum á að hægt er að fletta og leita að bókinni inn á leitir.is. Að sjálfsögðu er ykkur velkomið að skila til til okkar lánsgögnum þegar ný eru sótt.

Á þennan hátt er safnefninu „haldið lifandi“ og gestir fá nauðsynlega andlega næringu á erfiðum tímum.

1. Senda póst með beiðni um bækur eða hringja mill kl.11 til 13
2. Við sendum póst eða hringjum þegar lánsgögn eru tilbúin
3. Gögn afhent út fyrir dyr safnsins milli klukkan 11 til 16
4. Muna eftir að taka með síma til að láta vita af komu ykkar.

Bókasafn Garðabæjar, Garðatorgi 7, s. 591 4550, netfang: bokasafn@gardabaer.is

Til baka
English
Hafðu samband