Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lilja Guðrún Hallgrímsdóttir er listamaður janúarmánaðar á Bókasafni Garðabæjar

19.01.2021
Lilja Guðrún Hallgrímsdóttir er listamaður janúarmánaðar á Bókasafni Garðabæjar

Lilja Guðrún Hallgrímsdóttir er listamaður janúarmánaðar á Bókasafni Garðabæjar í samvinnu við Grósku, félag myndlistarmanna í Garðabæ.

Lilja horfir bjartsýn fram á veginn þrátt fyrir veiru og vitleysu og nefnir sýninguna – ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA!
Óhætt er að segja að Lilja hefur fjölbreyttan bakgrunn í lífi og list. Danslist, djákni og pólitíkus; allt nýtist þetta vel í málaralistinni eða er ef til vill angi af sama meiði. Lilja nam málaralistina i í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Myndlistarskóla Kópavogs, masterclass hjá Bjarna Sigurbjörnssyni fyrir utan fjölmörg frábær námskeið á vegum öldrunarþjónustu Garðabæjar í Kirkjuhvoli. Lilja er meðlimur í Grósku, og Litku félögum myndlistamanna og einnig nýstofnuðu netgalleríi appoloart.is. Sýningin er sölusýning og opin á opnuartíma safnsins.
Til baka
English
Hafðu samband