Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafnið Garðatorgi verður lokað föstudaginn 12.febrúar

10.02.2021
Bókasafnið Garðatorgi verður lokað föstudaginn 12.febrúar

Bókasafnið er lokað vegna skipulagsdags starfsmanna. Álftanessafn er opið á milli klukkan 16 og 18

Það hefur verið mikið um að vera í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi og verður lokað föstudaginn 12.febrúar. Opið verður á hefðbundnum tíma laugardaginn 13.febrúar á milli klukkan 11 og 15. Við viljum benda á að Álftanessafn er opið að venju föstudaginn 12.febrúar á milli klukkan 16 og 18. Öll gögn sem eru með skiladag 12.febrúar fengu nýjan skiladag þann 15.febrúar.

 

Hamskipti á bókasafninu
Lestrarhestar hafa tekið eftir miklum framkvæmdum á Bókasafni Garðabæjar. Stór geymsla á aðalhæð safnsins er hægt og bítandi að umbreytast í opið rými þar sem verða bækur, sófar og huggulegheit. Einnig er verið að taka í gagnið nýja sjálfsafgreiðsluvél og því hefur þurft að setja ný merki og skanna allar bækur safnsins inn að nýju.
Margrét Sigurgeirsdóttir forstöðumaður safnsins segir umbreytinguna spennandi en vissulega taka á. „Ástandið á safninu er auðvitað nokkuð sérstakt. Hver og ein einasta bók á safninu hefur verið skoðuð og metin, sumum fargað en öðrum breytt í jólatré og skraut. Flestar þvegnar eins og hægt er, ný starfræn merking sett aftan á bókakápuna og þær skannaðar inn fyrir nýja sjálfsafgreiðsluvél sem er dásamlega einföld og viðmótsþýð,“ segir Margrét og hlær.
Iðnaðarmenn hafa verið tíðir gestir á safninu í þessu sérstaka niðurrifs og uppbyggingarástandi. Þeir hafa rifið niður veggi og tekið upp gólfefni. Nú er uppbyggingarstarfið hins vegar hafið og verið að mála og leggja nýtt gólf í geymsluna sem brátt verður lifandi hluti safnsins.
Margrét segir starfsmenn vera orðna svolítið rykuga vegna framkvæmdanna og lúna af bókaþvotti og skönnun bóka en stefni á að vera skínandi hreinir eins og bækurnar í hillunum og í sínu fínasta pússi þegar nýju salarkynnin verða opnuð í febrúar.

 

Til baka
English
Hafðu samband