Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur Norðurlandanna 23.mars - Norrænir krimmar

21.03.2021
Dagur Norðurlandanna 23.mars - Norrænir krimmar

Af tilefni Dags Norðurlandanna eru norrænum krimmum gert hátt undir höfði á Bókasafni Garðabæjar - sjón er sögu ríkari 

Norrænir krimmar eru ekki bara Läckberg, Nesbö og Arnaldur. Norðurlöndin eru þekkt á heimsvísu fyrir krimmana sína sem ganga undir nafninu Nordic Noir. Fyrir aðdáendur glæpasagna tákna norrænar glæpasögur hið svartasta skammdegi eða sólbjarta skerjagarða, þar sem fjallað er um hrottalega glæpi með átakanlegu ofbeldi. Söguhetjurnar eru með sterka réttlætiskennd en eru engu að síður kvaldar persónur og djúpt þenkjandi með allskonar persónuleg vandamál á bakinu. Sögusviðið, hvort sem það eru borgarstræti eða afskekkt þorp, lýsa oft harðri lífsbaráttu. Íslensk glæpasagnaflóra hefur blómstrað síðustu ár og nýir höfundar koma fram á sjónarsviðið á hverju ári. Einnig hafa fjölmargir höfundar verið þýddir á íslensku en það er þó aðeins brot af því sem kemur út á sínum móðurmálum.
Bókasafn Garðabæjar merkir alla sína krimma með mynd af stækkunargleri á kili bóka  til að auðvelda lesendum að finna krimmana sína í hillum safnsins
Við höfum tekið saman lista yfir norræna glæpasagnahöfunda á íslensku. Eflaust eru margir sem eiga eftir að lesa eitthvað af þessum höfundum. Listi yfir norræna krimma

Norræn matseðill í Mathúsi Garðabæjar dagana 23.-26. mars.

Tekið úr frétt af Facebook-síðu Norræna félagsins í Garðabæ:

"Vegna Covid ástandsins hefur verið ákveðið að norrænu félögin á Norðurlöndunum hafi “nordiskt gæstebud” þennan dag. Félagið í Garðabæ hefur samið við Mathús Garðabæjar á Garðatorgi um að dagana 23., 24., 25. og 26. mars verði boðið upp á norræna rétti á matseðli hússins. Sami matseðill verður í boði á veitingahúsum um öll Norðurlöndin. Hér verður í boði grænlenskt músslingasalad, færeyskur þorskréttur, og eftirréttur frá Danmörku; kaka sem heitir í því skemmtilega nafni; bóndastúlka með slör. Reynt er að stilla verði í hóf og eru félagar hvattir til að mæta þessa daga og taka með sér gesti" (Facebooksíða Norrænafélagsins, sótt 22.mars 202; https://www.facebook.com/Norr%C3%A6na-f%C3%A9lagi%C3%B0-%C3%AD-Gar%C3%B0ab%C3%A6-220353714967646).

Til baka
English
Hafðu samband