Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bókasafn Garðabæjar, aðalsafn Garðatorgi og Álftanessafn eru opin á hefðbundum afgreiðslutíma

31.03.2021
Bókasafn Garðabæjar, aðalsafn Garðatorgi og Álftanessafn eru opin á hefðbundum afgreiðslutíma

Bókasafn Garðabæjar, aðalsafn Garðatorgi og Álftanessafn eru opin á hefðbundum afgreiðslutíma – Líka hægt að panta og sækja við innganginn eða afgreiðsluborð

Bókasafnið býður upp á þjónusta fyrir þá sem treysta sér ekki inn á safnið. Þá er hægt panta og sækja við innganginn eða afgreiðsluborð. Fjöldatakmarkanir inn á safnið miðast við 10 gesti, nota handspritt við innganginn, grímuskyldu og að vera ekki með flensueinkenni.

Pantanir á bókum og öðrum gögnum í gegnum leitir.is: Hægt er að panta bækur og önnur gögn. Viðkomandi fær tölvupóst þegar bókin kemur inn og því er mikilvægt að lánþegar séu með rétt póstfang skráð hjá bókasafninu. Hafi pöntun ekki verið sótt innan tveggja virkra daga er hún lánuð öðrum. Einnig er hægt að taka frá bækur og önnur gögn á vefnum leitir.is, hvort sem þau eru í hillu eða útláni. Frekari leiðbeiningar eru hér, hvernig er hægt að taka frá bækur og gögn. 

Til að geta pantað í gegnum leitir.is undir mínar síður er nauðsynlegt að muna eftir lykilnúmerinu sem eru 4 til 8 tölustafir. Hægt að hringja inn og biðja um lykilorð í síma 591 4550.

Einnig er hægt að panta gögn með að senda tölvupóst á bokasafn@gardabaer.is.

Athugið að aðalsafn Garðatorgi 7 og Álftanessafn eru lokuð yfir páskahelgina. Opnum á hefðbundnum afgreiðslutíma þriðjudaginn 6.apríl. 

Til baka
English
Hafðu samband