Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fyrsta heims vandamál - Þurý Ósk Axelsdóttir er listamaður mánaðarins

08.04.2021
Fyrsta heims vandamál - Þurý Ósk Axelsdóttir er listamaður mánaðarins

Þurý Ósk Axelsdóttir sýnir á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi í apríl og maí 

Listamaður mánaðarins í samstarfi Bókasafns Garðabæjar og Grósku er Þurý Ósk Axelsdóttir.
Þurý Ósk Axelsdóttir er menntaður heimilislæknir og starfar á heilsugæslunni í Garðabæ. Myndlistin hefur alla tíð heillað hana en hún fór á sitt fyrsta teikninámskeið árið 2009.
Hún tók fyrst upp pensilinn á þriggja kvölda námskeiði haustið 2014 og hefur notað hann talsvert síðan. Þurý hefur sýnt á samsýningum Grósku frá því hún gekk til liðs við félagið vorið 2018. Hún situr nú í stjórn Grósku frá 2020 og gegnir starfi ritara.
Hún hefur sótt byrjendanámskeið í vatnslitum í Klifinu og olíumálunarnámskeið hjá Grósku. Annars hefur menntun hennar á myndlistasviðinu að mestu verið sótt í rann bókasafnsins og finnst henni því viðeigandi að hafa sína fyrstu einkasýningu á bókasafninu í Garðabæ.
Þurý vinnur mest með vatnsliti en notast einnig við olíukrít, olíuliti, kol og blýantinn. Verkin vinnur hún á heimili sínu í Hafnarfirðinum.
Sýningin ber titilinn „Fyrsta heims vandamál“.
Þurý verður með móttöku um leið og samkomutakmarkanir verða rýmkaðar.
Sölusýning

Til baka
English
Hafðu samband