Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýtt á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7

20.04.2021
Nýtt á Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7

Nýjar teiknimyndasögur og unglingabækur

Við vorum að fá góðan bunka af teiknimyndasögum, mangabókum og unglingabókum í hús. Af mangabókum fengum við framhöld af seríum sem við eigum. Nýjar teiknimyndasögur og ungmennabækur fengum við eftir beiðni frá áhugasömum lesendum. Mangabækur eru sérlega vinsælar á bókasafninu. Sumar seríur telja tugi bóka og ein sú vinælasta er komin upp í rúmlega 90 bækur. Ef þið hafið einhverja ósk um bókakaup þá endilega komið því á framfæri við starfsfólk bókasafnsins. Einnig er hægt að senda inn tillögu í gegnum vefsíðu safnsins http://bokasafn.gardabaer.is/innkaupatillaga/
Allar innkaupatillögur eru skoðaðar.
Til baka
English
Hafðu samband