Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Barnamenningarhátíð í Garðabæ

01.05.2021

Í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7 er sýningin Kílómeter upp í himininn 

Dagana 4. – 7. maí fer fram Barnamenningarhátíð í Garðabæ. Börn í grunnskólum Garðabæjar skapa, dansa og uppgötva í dagskrá sem fer fram í Hönnunarsafni Íslands, Bókasafni Garðabæjar og á yfirbyggðum torgum Garðatorgs. Sýningarnar Hverafuglar á bjargi á Garðatorgi og Kílómeter upp í himininn á Bókasafni Garðabæjar eru einnig liður í Barnamenningarhátíð í Garðabæ.
Elstu nemendur leikskólanna Krakkakots og Bæjarbóls unnu ljóð um fugla á spunasmiðjum á bókasafninu með Höllu Margréti Jóhannesdóttur leikara og ljóðskáldi. Börnin myndskreyttu ljóð sín í skólanum og sýningin Kílómeter upp í himininn er þeirra framlag til Barnamenningarhátíðar í Garðabæ.

Til baka
English
Hafðu samband