Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Grímusmiðja á Garðatorgi 7 - opið á 17.júní

15.06.2021
Grímusmiðja á Garðatorgi 7 - opið á 17.júní

Bókasafn Garðabæjar opnar faðminn og hefur opið frá 12-17 á 17. júní.

Því ekki að byrja lestrarátak sumarsins í dag! Allar nýjustu bækurnar og tímaritin liggja frammi fyrir lestrarhesta.

Grímusmiðja fer fram frá kl. 13-15
en þó við séum komin með nóg af grímum er samt gaman að gera flotta grímu úr bókum og tímaritum. Hönnuður leiðbeinir gestum svo úr verði heimsins fallegustu grímur!



Heildardagskrá 17. júní er svona:

Fánahönnun, grímugerð og lúðraþytur. Söngur, danspartý og bátafjör. Sund, gamlir leikir og hönnun. Allt þetta er hægt að gera saman í Garðabæ. Allir dagskrárliðir eru ókeypis sem og aðgangur í sundlaugar og söfn. Fögnum þjóðhátíðardeginum árið 2021 saman!
10:00
Hátíðarávarp
Skautun fjallkonu í búning Kvenfélags Álftaness og Kvenfélags Garðabæjar og ávarp Bjargar Fenger, forseta bæjarstjórnar sent út á facebooksíðu Garðabæjar. Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar býður fólk velkomið á hátíðarhöld bæjarins.
10:00
Helgistund á Álftanesi
Sr. Jóna Hrönn messar í Safnaðarheimili Bessastaðasóknar, Skátafélagið Svanir stendur heiðursvörð.
11:00 – 13:00
Kanósiglingar í Sjálandi
Skátafélagið Vífill býður gestum á kanó við ylströndina í Sjálandi. Jóhanna Guðrún og Davíð koma öllum í stuð klukkan 11:30 en Blásarakvintett leikur klukkan 13:00 fyrir þurra og blauta gesti. Skátafélagið selur sætindi á staðnum fyrir nammipúka.
12:00 – 17:00
Gamlir leikir og lífið í burstabæ
Á Króki á Garðaholti tekur safnvörður á móti gestum og segir frá lífinu í bænum. Gamlir og góðir útileikir verða kenndir á túninu frá 13:00 – 15:00. Tilvalið að taka með nesti og njóta sveitasælunnar við Krók. Blásarakvintett leikur klukkan 14:00 við bæinn og eykur á hátíðarbraginn.
10:00 – 16:00
Ásgarðslaug
Rólegheit og notaleg stemning í heitu vatni. Blásarakvintett hressir gesti við klukkan 12:00.
12:00 – 15:00
Þrautabraut
Skátafélagið Vífill sér um æsispennandi þrautabraut sem allir ættu að geta notið.
10:00 – 16:00
Álftaneslaug
Vatnsrennibrautarfjör, stuð í öldulaug og rólegheit í pottum. Jóhanna Guðrún og Davíð flytja ljúfa tónlist fyrir gesti klukkan 15:30.
13:00
Vídalínskirkja
Hátíðarguðsþjónusta með sr. Jónu Hrönn þar sem nýstúdent flytur ávarp og Skátafélagið Vífill stendur heiðursvörð.
12:00 – 17:00
Hönnunarsafn Íslands
Sýningin Kristín Þorkelsdóttir spannar fjölbreytt ævistarf hönnuðarmatvælaumbúða , peningaseðla og merkja sem allir muna eftir. Í rannsóknarrýminu er Náttúrulitun í nútímasamhengi og Smiðjan er opin fyrir fjölskyldur. Jóhanna Guðrún og Davíð syngja og leika fyrir gesti fyrir utan safnið klukkan 12:30 en Blásarakvintett leikur klukkan 15:00.
13:00
Danspartý fyrir alla fjölskylduna með Friðriki Agna og Önnu Claessen
Hreyfum mjaðmir, lyftum upp höndum og sleppum fram af okkur beislinu í danspartýi í glerskálanum Garðatorgi 7.
13:30
Hljómsveitin Karma Brigade
Hressleikinn í fyrirrúmi á Garðatorgi!
14:00 – 16:00
Fánahönnunarsmiðja
Hönnuður leiðbeinir gestum sem geta látið sköpunarkraftinn ráða ferð í hönnun á fánum sem mega vera allskonar! Smiðjan fer fram í glerskálanum á Garðatorgi 1 (við hliðina á Bónus).
12:00 – 17:00
Bókasafn Garðabæjar opnar faðminn
Því ekki að byrja lestrarátak sumarsins í dag! Allar nýjustu bækurnar og tímaritin liggja frammi fyrir lestrarhesta.
13:00 – 15:00
Grímusmiðja á Bókasafni Garðabæjar
Þó við séum komin með nóg af grímum er samt gaman að gera flotta grímu úr bókum og tímaritum. Hönnuður leiðbeinir gestum svo úr verði heimsins fallegustu grímur!
20:00
Bjarni Thor syngur í Tónlistarskóla Garðabæjar
Bráðum kemur betri tíð er yfirskrift tónleika Bjarna Thors Kristinssonar, bassasöngvara og bæjarlistamann Garðabæjar 2020. Með Bjarna Thor leikur Ástríður Alda á píanó. Nauðsynlegt er að tryggja sér sæti fyrirfram á tix.is.
Nánari upplýsingar á gardabaer.is
Til baka
English
Hafðu samband