Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðaprjón - Sigurbjörg Hjartardóttir textílkennari leiðbeinir áhugasömum

13.09.2021
Garðaprjón - Sigurbjörg Hjartardóttir textílkennari leiðbeinir áhugasömum

Hannyrðaklúbburinn Garðaprjón á bókasafninu Garðatorgi hefst miðvikudaginn 15.september klukkan 16:30


Sigurbjörg Hjartardóttir textílkennari leiðbeinir áhugasömum.
Í boði er að koma með verkefni sem þið eruð að vinna að heima en vantar aðstoð með. Einnig hefur Sigurbjörg uppskriftir að sjali, vettlingum og sokkum.

Markmiðið er að skapa vettvang fyrir áhugasama til að hittast og bera saman bækur sínar, njóta góðrar stundar í rólegu og góðu umhverfi og læra betur á prjónana.
Þátttakendur koma með eigið efni.
Hópurinn hittist í bókasafninu Garðatorgi 7 miðvikudaga klukkan 16:30

15.og 29.sept.,

13.og 27.okt,

10.og 24.nóv.

Desember auglýstur síðar.

Saumavél á staðnum fyrir þá sem það þurfa.

Allir velkomnir.
Til baka
English
Hafðu samband