Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Prakkarar við langeldinn - búðu til þína eigin Íslendingasögu

14.10.2021
Prakkarar við langeldinn - búðu til þína eigin Íslendingasögu

Brynhildur Þórarinsdóttir rifjar upp fornar sögur og kemur börnunum af stað við að skapa eigin Íslendingasögur laugardaginn 16.október kl. 13  í Bókasafni Garðabæjar, Garðatorgi 7

Hvernig var að vera barn á landnámsöld? Hvar eru sögurnar um krakkana sem fylgdust með átökunum eða lentu í eigin ævintýrum? – Þær verða til við langborðið í Bókasafni Garðabæjar. Brynhildur Þórarinsdóttir hefur endursagt Njálu, Eglu og Laxdælu fyrir börn. Mál og menning gaf út. Hún heldur úti vefnum www.islendingasogur.is um Íslendingasögurnar, víkingaöld og ritunartíma þeirra.


Landnámsöld var tími bardaga. Allir bændur áttu vopn sem þeir hikuðu ekki við að beita ef þeir meiddust eða móðguðust. Eða þannig lýsa Íslendingasögurnar þessu tímabili. Þessar sögur af víkingum og vopnaskaki voru sagðar við langeldinn kynslóð fram af kynslóð uns þær voru skráðar á bækur. 
Brynhildur Þórarinsdóttir rifjar upp fornar sögur og kemur börnunum af stað við að skapa eigin Íslendingasögur. Gætið ykkar bara, þær geta orðið rosalegar því eins og allir vita eru viðburðir í krakkaheiminum miklu meira spennandi en karlar að slást…

Um Við langeldinn/Við eldhúsborðið:
Í fjölbreyttum smiðjum á Hönnunarsafni Íslands og Bókasafni Garðbæjar munu börn og fjölskyldur þeirra fá tækifæri til að velta fyrir sér lífinu á landnámsöld í samanburði við líf okkar í dag. Fornleifafræði, arkitektúr, bókmenntir, hönnun og handverk, sagnfræði og þjóðfræði eru viðfangsefni smiðjanna sem allar tengjast landnámsskálanum sem staðsettur er í Minjagarðinum að Hofsstöðum. Smiðjurnar eru ókeypis enda styrktar af Barnamenningarsjóði og menningar - og safnanefnd Garðabæjar. Minnum á persónulegar sóttvarnir og skráning persónuupplýsinga þegar mætt er á staðinn er nauðsynleg.
Heildardagskrá menningar í Garðabæ má sjá hér: https://www.gardabaer.is/media/utgefid-efni/MG005_dagskra03_web.pdf
Til baka
English
Hafðu samband