Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Jane Austen og skvísusögur | Alda Björk Valdimarsdóttir - Fróðleiksmoli

25.10.2021
Jane Austen og skvísusögur | Alda Björk Valdimarsdóttir - Fróðleiksmoli

þriðjudaginn 26. október kl. 18:00 verður Alda Björk Valdimarsdóttir, bókmenntafræðingur og rithöfundur. með erindi um Jane Austen og bókmenntagreinina skvísusögur.
„Ekki virtist hugur hennar líklegri til hetjudáða“: Jane Austen og skvísusögur.


„Mér verður illt og ég verð illgjörn þegar ég sé ímyndir fullkomleikans […]“ sagði Jane Austen í bréfi til frænku sinnar Fannyar Knight. Þessi orð varpa ljósi á viðhorf Austen til kvenhetja sinna og um leið áhrif skáldkonunnar á bókmenntagrein sem venjulega er rakin til tíunda áratugar síðustu aldar og kölluð skvísusögur. Gjarnan er litið svo á að Helen Fielding hafi skrifað fyrstu nútímalegu skvísusöguna með Dagbók Bridget Jones og er sagan að einhverju leyti aðlögun á Hroka og hleypidómum eftir Austen. Einnig hafa Austen og Candace Bushnell, hin móðir nútímaskvísusagna, verið spyrtar saman en Beðmálum í borginni hefur verið lýst með orðunum „Jane Austen með martíniglas í hönd“. Hin augljósa vísun fyrstu skvísusagnahöfundanna í verk Austen lýsir ekki einu áhrifum skáldkonunnar á skvísusögur. Jane Austen skrifaði sjálf sögur sem hafa sterk skvísusagnaeinkenni eins og má glögglega sjá í gölluðum og oft á tíðum misheppnuðum kvenhetjum hennar, kvenhetjum á borð við Catherine Morland og Emmu.
Til baka
English
Hafðu samband