Tengslamyndun foreldra og barns - foreldraspjall fimmtudaginn 18.nóvember kl. 10:30
14.11.2021
Fríður Guðmundsdóttir, sálfræðingur hjá Geðheilsuteymi Fjölskylduvernd, ræðir um 1000 fyrstu dagana í lífi barns – frá getnaði til 2 ára aldurs – þroska barna og þarfir á þessu tímabili.
Fjallað verður um tengslamyndun foreldra og barns og hvernig tengslamyndunin þróast í gegnum umönnunarferli þessara fyrstu ára og hefur áhrif á þroska barnsins sem vitsmuna-, tilfinninga- og félagsveru.
Boðið verður upp á umræður og spjall í tengslum við þetta efni og verður þá stuðst við bók Sæunnar Kjartansdóttur, 1000 fyrstu dagarnir - Barn verður til.